AÐ FJÁRFESTA Í FRAMTÍÐINNI

Hlut­verk bæj­ar­ar­full­trúa er að standa vörð um hags­muni bæj­ar­búa, halda vel utan um rekstur og leit­ast við að styðja við og bjóða upp á fag­lega og góða þjón­ustu. Lög­bundin verk­efni eru þau verk­efni sem eru ávallt í for­grunni enda hlut­verk sveit­ar­fé­lags að standa undir ákveð­inni grunn­þjón­ustu eins og menntun og vel­ferða­þjón­ustu.

Hlúa þarf að innviðum og leit­ast við að bjóða upp á það besta í þágu íbúa hverju sinni. Eitt af því sem skiptir máli er tími fólks. Allt tekur sinn tíma. Ég sem bæj­ar­full­trúi er mjög upp­tekin af því að vinna að því að ein­falda leiðir fólks að allri þjón­ustu og spara tíma en ekki síður fjár­magn. Tækn­inni fleygir fram og við sjáum fram á margar snjallar lausnir sem hafa það einmitt í för með sér að spara tíma og kostnað í þágu íbúa. Til þess að svo megi verða þarf hins vegar að fjár­festa í tækni og slíkt kallar á vilja og kjark til að fjár­festa til fram­tíð­ar.

Að fjár­festa í tækni styrkir enn frekar inn­viði, eykur gæði þjón­ustu og sparar tíma. Mik­il­vægt er að horfa til skóla­kerf­is­ins í þessu sam­bandi, að styðja við skóla­starf einmitt með fjár­fest­ingu í tækni. Fyrir kenn­ara skiptir gott aðgengi að gögn­um, náms­efni og kennslu­á­ætl­unum máli en ekki síður umhverfi til að tengja saman við fram­vindu og náms­mat nem­enda við allan und­ir­bún­ing fyrir kennslu. Um leið sparar slíkt tíma og ýtir undir frek­ari gæði í skóla­starfi sem og sam­vinnu innan sem og milli skóla. Fjár­fest­ing í tækni styrkir sömu­leiðis alla stoð­þjón­ustu til muna þar sem fjar­þjón­usta fer vax­andi og væri því frá­bær við­bót við þá þjón­ustu sem þörf er á innan skóla­kerf­is­ins. Slík þjón­usta sparar ekki síður tíma og fjár­muni hvort heldur sem er fyrir kenn­ara, börn eða for­eldra.

Í Garðabæ er fyr­ir­hugað að fara í vinnu, taka út stöð­una. Það er ein­læg von mín að það verði til þess að horft verði til fram­tíðar með fók­us­inn á auð­veld­ara aðgengi allra að þjón­ustu að leið­ar­ljósi og nýrri sýn verði fylgt eftir inn í fjár­hags­á­ætl­un.

Ég hef fyrir hönd Garða­bæj­ar­list­ans nú þegar lagt til fyrstu til­lög­urnar sem snúa að tækni­vædd­ari Garðabæ með fók­us­inn á þjón­ustu við börn, ung­menni og kenn­ara. Því hlakka ég til þess að taka þátt í að koma Garðabæ inn í fram­tíð­ina með hug­myndum að leiðum til að fjár­festa í tækni allt frá skóla­kerf­inu inn í stjórn­kerfið og gera þannig Garðabæ að fram­sæknu sveit­ar­fé­lagi sem tekur stöðu með fram­tíð­inni.

https://kjarninn.is/skodun/2019-04-10-ad-fjarfesta-i-framtidinni/