Sólblóm

(See English translation below)

Látum bæinn okkar blómstra!

Ef þú hefur smellt á þennan hlekk eru allar líkur á því að þú hafir fengið sólblómafræ að gjöf frá frambjóðendum og stuðningsfólki Garðabæjarlistans. Hér eru leiðbeiningar um sáningu og umhirðu:

Sólblóm 

Helianthus annuus

Ræktun: Best er að forrækta blómin inni á gluggasyllu, gert að vori og fram í miðjan júní. Hægt er að setja 1-2 fræ í 10 cm stóran pott og 3 cm niður í moldina og vökva vel á eftir. Halda svo moldinni rakri meðan beðið er eftir spírun. Blómið spírar eftir 1-2 vikur. Potturinn má vera í suðurglugga, en mikilvægt er að vökva vel. Þegar plönturnar eru komnar með a.m.k. fimm laufblaðapör er kominn tími til að setja plönturnar út. Annað hvort í stórt ker eða skjólsælt sólríkt beð. Það er líka mikilvægt að vökva vel eftir að plantan er flutt.

Umhirða: Ekki nauðsynlegt að vökva nema í miklum þurrkum eða ef kerið er mjög lítið. Ef hætta er á roki er gott að binda blómið við bambusspítu sem er stungið ofan í jörðina.

Sólblómin geta orðið mjög há og geta verið mismunandi að stærð og lögun. Í kverkinni frá efstu laufblöðunum vaxa oft minni sólblóm sem gaman getur verið að tína í vendi. Ef við erum mjög heppin með sumarið myndast fullþroska fræ sem hægt er tína og þurrka og sá að næsta vori, eða gefa fuglunum.

Njótið sumarsins og munið að kjósa 14. maí! 

Heimild: https://ibn.is/solblom-brosandi-gledigjafi/

———

Let our town flourish!

If you have clicked on this link, it is likely that you have received sunflower seeds as a gift from the candidates and supporters of Garðabæjarlistan.

Here are the instructions for sowing and care:

Sunflower
Helianthus annuus

Cultivation: It is best to pre-cultivate the flowers inside a window sill, done in spring and until mid-June. You can put 1-2 seeds in a 10 cm large pot and 3 cm into the soil and water well afterwards. Then keep the soil moist while waiting for it to germinate. The flower germinates after 1-2 weeks. The pot can be in the south window, but it is important to water well. When the plants have arrived with a.m.k. five pairs of leaves it is time to put the plants out. Either in a large tub or a sheltered sunny bed. It is also important to water well after the plant is transplanted.

Care: It is not necessary to water except in very dry droughts or if the tank is very small. If there is a risk of wind, it is a good idea to tie the flower to a bamboo stick that is inserted into the ground.

Sunflowers can be very tall and can vary in size and shape. In the stalk from the top leaves often grow smaller sunflowers that can be fun to gather into a bouquet. If we are very lucky with the summer, mature seeds are formed that can be picked and dried and sown next spring, or given to the birds.

Enjoy the summer and remember to vote on May 14th!