TILLAGA UM AÐ BOÐIÐ VERÐI UPP Á MORGUNHRESSINGU Í GRUNNSKÓLUM BÆJARINS.

Ingvar Arnarson lagði fram eftirfarandi tillögu á bæjarstjórnarfundi 19.september.

Tillaga Garðabæjarlistans um að boðið verði upp á morgunhressingu/hafragraut og ávexti/grænmeti í nestistíma í grunnskólum bæjarins.

Bæjarstjórn samþykkir að boðið verði upp á morgunhressingu/hafragraut áður en skólastarf hefst á morgnana og að ávextir og grænmeti verði í boði í nestistíma fyrir grunnskólabörn í Garðabæ.

Greinagerð

Flestir þekkja mikilvægi þess að borða morgunmat. Með því að tryggja aðgengi allra barna að morgunhressingu/hafragraut áður en skólastarf hefst á morgnana, stuðlar Garðabær sem sveitarfélag að hollri og næringaríkri næringu í byrjun dags hjá börnum og ungmennum sem er í takti við innleiðingu samnings um heilsueflandi samfélag. Samningur sem var undirritaður fyrir margt löngu. Eins er mikilvægt að börn fái holla næringu yfir daginn og því gott að bjóða upp á ávexti og grænmeti í nestistíma

Bæjarstjórn samþykkti að vísa tillögunni til skólanefndar sem og leikskólanefndar til frekari umfjöllunar.