Bæjarstjórnarfundir í beinni á facebook

Í tilefni þess að loksins eru bæjarstjórnarfundir í Garðabæ í beinni útsendingu á Facebook, ákváðum við að gefa bæjarbúum smá glaðning. Til þess að hvetja fólk til að horfa á beina útsendingu voru meðlimir Garðabæjarlistans að dreifa poppi og Appelsíni. Bæjarfulltrúar Garðabæjarlistans hafa lagt fram tillögur um að gera fundi aðgengilega fyrir bæjarbúa og þannig stuðla að virkara lýðræði.

Garðabæjarbúar tóku vel í þessa gjöf og vonandi hafa flestir kíkt á útsendingu fundarins.