BÆJARSTJÓRNARFUNDUR 4. APRÍL 2019

Það var líf og fjör á bæjarstjórnarfundinum 4.apríl. Sara Dögg lagði fram 2 tillögur sem hægt er að lesa betur hér að neðan. Tillagan um aukið gagnsæi við framkvæmdir verkefna féll í grýttan jarðveg hjá Meirihlutanum og var sú krafa lögð fram að tillagan yrði dregin til baka.

Einnig voru tvær bókanir settar fram. Önnur var um stuðning við Hjallastefnu wn fyrirhugað er að koma á fót miðstigi við Grunnskóla Hjallastefnu í Garðabæ. Bókunin var svohljóðandi:

“Garðabæjarlistinn fagnar stuðningi við fyrirhugaðan vöxt Hjallastefnunnar við grunnskólann þar sem áform eru um að vaxa upp á miðstigið með von um að áformin verði farsæl því valfrelsið skiptir máli.”

Hin bókunin var ítrekun á mikilvægi þess að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðarinnar.

“Garðabæjarlistinn ítrekar mikilvægi þess að innleiðingarferli Barnasáttmála Sameinuðuu þjóðanna fái rými og fjarmögnun við fjárhagsáætlunargerð á komandi hausti, enda er búið að samþykkja innleiðingu sáttmálans í bæjarstjórn fyrr á þessu ári.”

Tillaga Garðabæjarlistans um aukið gagnsæi við framkvæmdir verkefna.

Flutningsmaður Sara Dögg Svanhildardóttir

Bæjarstjórn samþykkir að unnið verði að því að birta stöðu verkefna sem eru í framkvæmdaferli með tímaás á heimasíðu Garðabæjar.

Greinagerð

Með þessari aðgerð auðveldar Garðabær íbúum að afla sér upplýsinga um þau verkefni sem eru í framkvæmd. Aukið upplýsingaflæði og gagnsærri stjórnsýsla er ærið verkefni. Að gera verkáætlanir sýnilegar og framgang verkefna gerir íbúa meðvitaðari um þau verkefni sem eru á hendi sveitarfélagsins en um leið veitir markviss gagnsæ upplýsingagjöf stjórnsýslunni mikilvægt aðhald og styður við agaðri stjórnsýslu. Þegar farið er með opinbert fé er mikilvægt að halda upplýsinum að skattgreiðendum þ.e. íbúunum sjálfum.

Tillaga Garðabæjarlistans um forvarnarnámskeið gegn kvíða

Flutningsmaður Sara Dögg Svanhildardóttir

Bæjarstjórn felur fræðslusviði að skoða mögulegar leiðir til þess að bjóða upp á viðurkennda fjarþjónustu í forvarnarskyni á unglingastigi í formi forvarnarnámskeiða gegn kvíða fyrir ungmenni. Að í fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 verði gert ráð 1,5 mkr. í formi styrkjar til þróunarvinnu og aðlögun námskeiðs að hluta og niðurgreiðslu námskeiðs fyrir aldurshópinn 14-16 ára eða unglingastig grunnskólans í gegnum fjarþjónustu.

Greinagerð

Tillagan er viðbragð við niðurstöðu könnunar Rannsóknar og greiningar um vaxandi kvíðaeinkenna meðal ungmenna í Garðabæ, sérstaklega meðal stúlkna með því að auðvelda aðgengi allra ungmenna að fyrstu hjálp vegna líðan.

Að auðvelda aðgengi að fyrstu hjálp getur skipt sköpum og í því falist mikið forvarnargildi. Því væri afar metnaðarfullt að fara af stað með tilraunarverkefni þar sem vaxandi kvíði er að mælast hjá t.d. stúlkum í Garðabæ. Það væri afar ábyrgt af bæjarstjórn að bregðast hratt við og auðvelda aðgengi að fyrstu hjálp og sjá hvaða áhrif það hefur. En fyrsta hjálp er talin gríðarlega mikilvæg sem inngrip til þess að koma í veg fyrir alvarlegri vanda og þróun á einkennum sem mögulega er hægt að koma í veg fyrir. Almennt er kallað eftir frekari úrræðum

í formi fyrstu hjálpar eins og það er kallað til þess einmitt að sporna við alvarlegri vanda sem oft verður raunin þegar ekkert er að gert. En eins og greint hefur verið frá er ber á vaxandi einkennum á þunglindinog kvíða meðal ungmenna í Garðabæ en meðal umgmennanna í 9.og 10. bekk greina 9,11% stúlkna frá þunglyndiseinkennum og 5% drengja. 3,52% stúlkna greina frá kvíðaeinkennum og 1,48% drengja. 20% stúlknanna skora hæst á kvíðakvarðanum.

Fjarþjónusta er fyrir margt mjög snjöll leið og góð viðbót við þá stoðþjónustu sem boðið er upp á í dag. Það sem gerir hana eftirsóknaverða eru m.a. þeir þættir sem hún hefur bein áhrif á sem eru, tímasparnaður, minni kostnaður og auðveldara aðgengi fyrir t.d ungt fók til þess að halda. að þarf á þegar aðstoðar sér leita þegar á þarf að halda.