Samþykktir

Samþykktir Garðabæjarlistans

1.gr. 

Félagið heitir Garðabæjarlistinn. Samtökin starfa samkvæmt lögum nr.  162/2006 um starfsemi stjórnmálasamtaka. Heimilisfang þeirra er Lyngmóar 14, 210 Garðabær og aðalstarfsstöð félagsins er á Garðatorgi 7, 210 Garðabær.

2. gr. 

Garðabæjarlistinn er stjórnmálahreyfing sem vill efla skapandi og gagnrýna umræðu. Umræðu sem er byggð á góðu siðferði og með gagnsæi að leiðarljósi. Tilgangur félagsins er að bjóða fram í kosningum til sveitarstjórnar í Garðabæ.

3. gr.

Tilgangi sínum hyggst félagið ná með að skipuleggja framboð í sveitarstjórnarkosningum í Garðabæ.

4. gr. 

Félagsaðild. Allir einstaklingar sem hafa lögheimili í Garðabæ hafa rétt á að ganga í félagið. Úrsagnir skulu tilkynntar með rafrænum hætti af viðkomandi á netfang Garðabæjarlistans.

5. gr. 

Starfstímabil félagsins er almanaksárið.  Á aðalfundi skal stjórn gera upp árangur liðins árs. Allir eru velkomnir á fundi Garðabæjarlistans en aðeins skráðir félagsmenn hafa kosningarétt á aðalfundi. 

6.gr.

Kjörtímabil endurskoðenda og endurskoðendafyrirtækja er almanaksárið.

7. gr. 

Aðalfund skal halda eigi síðar en 1. nóvember ár hvert og skal boða til hans með að minnst tveggja vikna fyrirvara með sannanlegum hætti.  Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað. Einfaldur meirihluti mættra félagsmanna ræður úrslitum mála og ef um breytingar á samþykktum félagsins.  Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar lögð fram
  3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
  4. Lagabreytingar
  5. Ákvörðun félagsgjalds
  6. Kosning stjórnar
  7. Önnur mál

8.gr.

Stjórn félagsins skal skipuð 5 félagsmönnum, formanni og 4 meðstjórnendum,  kjörnum á aðalfundi til eins árs í senn.  Einnig er heimilt að kjósa allt að 8 varamenn. Stjórnin skiptir með sér verkum.  Stjórn félagsins fer með málefni félagsins milli aðalfunda.  Formaður boðar til funda.  Firmaritun er í höndum meirihluta stjórnar. Stjórn Garðabæjarlistans hefur rétt á að skuldbinda samtökin en prókúra er í höndum formanns og gjaldkera.

9.gr.

Ákvörðun um félagsgjald skal tekin á aðalfundi.  Félagsgjöld skulu innheimt árlega.

10. gr. 

Öllum hagnaði af starfsemi skal varið til að sinna markmiði og tilgangi félagsins.

11. gr. 

Ákvörðun um slit félagsins skal taka á aðalfundi með einföldum meirihluta atkvæða og renna eignir þess til Rauða Kross Íslands.

Lög þessi voru samþykkt á stofnfundi 26. mars 2018.

Breytingar voru gerðar á lögum félagsins á félagsfundi 22. mars 2022