TILLAGA GARÐABÆJARLISTANS UM SAMNING VIÐ JANUS HEILSUEFLINGU.

Valborg Warén lagði fram eftirfarandi tillögu á bæjarstjórnarfundi 2.maí:

Bæjarstjórn samþykkir að gerður verður samningur við Janus heilsueflingu og að verkefnið verði þannig hluti af heilsueflandi samfélagi.

Með Janus heilsueflingu er leitast við að efla heilbrigði með því að skapa fólki aðstæður og umhverfi sem gera einstaklingum kleift að auka lýðheilsu og efla vilja til að viðhalda heilbrigði.

Greinargerð

Heilsurækt fyrir íbúa 65 ára og eldri þarf að vera aðgengileg og fjölbreytt enda er um að ræða hóp fólks með ólíkar þarfir og gera má ráð fyrir því að kröfur eldri borgara séu bæði margþættar og ólíkar. Samkvæmt Úttekt íþróttafulltrúa Garðabæjar á þátttöku 67 ára og eldri íbúa Garðabæjar í frístundastarfi eru um 500 eldri borgarar sem eru ekki skráðir i neina hreyfingu og því væri Janus heilsuefling mikilvæg viðbót við þá heilsurækt og þjónustu sem er nú þegar í boði fyrir þennan aldurshóp í Garðabæ.