Um okkur

Um Garðabæjarlistann

Garðabæjarlistinn var stofnaður árið 2018 með stuðningi fjögurra stjórnmálaflokka: Samfylkingar, VG, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar (sem bauð síðar fram sér). Við fengum þrjá bæjarfulltrúa kjörna í sveitarstjórnarkosningunum 2018 og vorum eini minnihlutaflokkurinn í bæjarstjórn og nefndum Garðabæjar kjörtímabilið 2018-2022.

Í sveitarstjórnarkosningunum 14. maí 2022 buðum við fram lista sem samanstóð af fólki úr Samfylkingunni, VG, Pírötum (sem hafa gengið til liðs við okkur) og fjölda óháðra einstaklinga. Við erum út frá stefnumálum okkar frjálslynt félagshyggjuafl, en spönnum þó ansi vítt pólitískt svið. Garðabæjarlistinn er það heilbrigða og lýðræðislega mótvægi sem þarf gagnvart þeim meirihluta sem hefur ráðið ríkjum í Garðabæ síðan hann varð til. 

Garðabæjarlistinn hefur á kjörtímabilinu 2022-2026 fulltrúa í öllum stærstu nefndum bæjarins og tvo bæjarfulltrúa, þau Þorbjörgu Þorvaldsdóttur og Ingvar Arnarson. 

English

Garðabæjarlistinn was founded in 2018 with the support of four political parties: Samfylkingin, VG, Björt framtíð and Viðreisn (which later ran independently). We got three council members elected in the 2018 local elections and were the only minority on the town council and committees in 2018-2022.

In the elections on 14 May 2022 we offered a list that was composed of people from Samfylkingin (social democrats), Vinstri græn (left green party), The Pirate Party (who have now joined) and unaligned citizens. Based on our priorities we are social liberals but we encompass a wide political spectrum. Garðabæjarlistinn is the healthy and democratic counterweight that’s needed against the majority which has run Garðabær since it started.

Garðabæjarlistinn has elected members in all larger committees and two council members, Þorbjörg Þorvaldsdóttir and Ingvar Arnarson, serving in the period 2022-2026.